17.5.2008 | 17:40
Tímarnir breytast og börnin með
Það er svo ótrúlegt hversu hratt tíminn líður. Áður en ég veit af verða allir drengirnir mínir vaxnir mér upp fyrir höfuð - ekki bara Jón Þór, sem fór að horfa niður á mig fyrir þó nokkru síðan.
Jón Þór var svo sem aldrei lítill . Á fyrstu myndinni er hann 3 mánaða, 6 ára á þeirri næstu og 13 ára á þeirri síðustu.
Maríus er 3 mánaða á fyrstu myndinni, 8 ára á þeirri næstu og 14 ára á þeirri síðustu.
Bergur (t.v. á báðum myndunum) og Eysteinn eru 8 mánaða á fyrstu myndinni, 5 ára á þeirri næstu og loks 6 ára (E stendur, B liggur). Eins og sjá má þá er 6 ára gelgjan farin að láta segja rækilega til sín
Það er ekki hægt að segja annað en að hann Ýmir litli hafi breyst mikið þá fáu mánuði sem liðnir eru frá fæðingu hans. Á fyrri myndinni er hann sólarhrings gamall en á þeirri seinni er hann 8 mánaða.
Við hjónakornin breytumst hins vegar ekki neitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 21:57
Litlu rokkararnir mínir
Ég verð seint þreytt á að horfa á litlu prinsana mína, þá Eystein og Berg, rokka. Verð að leyfa ykkur að njóta þessa með mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.4.2008 | 09:34
Flottu strákarnir mínir
Jón Þór steig á stokk á árshátíð Nesskóla og rappaði.
Eysteinn og Bergur bjuggu til snjókarla í snjónum um síðustu helgi (eða réttara sagt, Eysteinn Þór bjó til snjókarlana )
Fermingardrengirnir Jón Þór og Maríus Þór
Svo er það hún Tóta litla tætubuska (Ýmir) með mömmu sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)